Thursday, September 27, 2007

Þegar það hafði verið ákveðið að ég slægist í hópinn með Gunnari, Guðmundi, Guðrúnu, Kristínu og Kjartani sátum við og spjölluðum smástund um daginn og veginn. Það var fátt merkilegt sem var sagt, ég komst að því að þau höfðu verið á ferð í rúma viku og það sem mig grunaði, að það hefði fækkað í hópnum, reyndist vera rétt. Einn félaginn, Hugi, hafði verið skilinn eftir til að jafna sig af sárum sem hann hafði hlotið í bardaga við stigamenn daginn áður. Ég sá út undan mér hvar Sigrún, stúlkan úr eldhúsinu og fósturdóttir hjónanna sem ráku krána kom með föggur mínar og lagði þær skammt frá eldstæðinu. Skömmu síðar kom Sigurður, eigandinn, og sagði þeim að herbergið þeirra væri tilbúið. Þar sem það var fimm daga ferð að Ósfjarðarklaustri ákváðu þau að ganga snemma til náða og þáðu fylgd Sigrúnar að herberginu. Þar sem flestir aðrir voru farnir til herbergja sinna og þeir sem bjuggu í sveitinni voru allir lagðir af stað heim til sín til að ná fyrir myrkur, vorum við Sigurður einir eftir í salnum. Hann lagði saman nokkra bekki við eldstæðið til að búa til stað fyrir mig til að sofa á.
"Þú ert þá á förum." sagði hann þegar hann var búinn að útbúa fletið.
"Já, og líklega verður bið á að ég komi aftur." svaraði ég.
"Ég læt Rúnu vita svo hún geti kvatt þig í fyrramálið." sagði hann.
"Verst að ég hef ekki fleiri herbergi, mér er mjög illa við að þú njótir ekki þess besta sem við getum boðið uppá." bætti hann við.
"Ég kann vel við hlýjuna frá eldinum, þið neitið líka alltaf að taka við greiðslu frá mér fyrir gistinguna svo það er ekki nema sjálfsagt að ég gefi herbergið eftir til borgandi gesta." sagði ég.
"Huh. Ef ekki væri fyrir þig væri ég líklega dáinn, við Rúna ættum ekki þennan stað, hefðum aldrei kynnst og hefðum ekki Sigrúnu, þar sem okkur varð ekki barna auðið." svaraði hann.
"Þið áttuð vel saman. Þar sem ég vissi að ykkur langaði í barn þegar ég fann Sigrúnu munaðarlausa leysti ég tvö vandamál í einu með því að koma með hana til ykkar." sagði ég til baka. Ég hélt því fyrir mig eins og alltaf áður að ef ekki væri fyrir mig væri hún ekkert munaðarlaus. Ég drap foreldra hennar af því að þau fóru illa með hana. Ég sá það þótt hún væri ekki orðin árs gömul að hún væri sérstök. Áran hennar var og er einhver sú fallegasta sem ég hef séð og ég hef séð margar, fallegar og ljótar. Svo vissi ég hvar ég fyndi nýja foreldra fyrir barnið, foreldra sem myndu hugsa eins vel um það og í þeirra valdi stæði.
"Við stöndum í þakkarskuld við þig sem við getum aldrei greitt" sagði hann.
"Þið greiðið hana í hvert skipti sem ég kem og þið takið fagnandi á móti mér." sagði ég og geispaði.
"Ég sé þú ert orðinn þreyttur." sagði Sigurður.
"Ég óska þér góðrar ferðar og vona að við sjáumst sem fyrst aftur." bætti hann við.
"Þakka þér fyrir og góða nótt." sagði ég og lagðist í fletið sem hann hafði búið til.
Hé má gera athugasemdir 0 hafa tjáð sig.

Saturday, September 01, 2007

Ég vil þakka Tom Waits fyrir að semja þetta frábæra lag (um konuna hans sem er frá New Jersey) og Bruce Springsteen (sem er frá New Jersey) fyrir að kynna mig fyrir því.

I got no time for the corner boys
Down in the street making all that noise
Or the girls out on the avenue
'cause tonight I wanna be with you
Tonight I'm gonna take that ride
Across the river to the jersey side
Take my baby to the carnival
And I'll take her on all the rides

'cause down the shore everything's all right
You and your baby on a saturday night
You know all my dreams come true
When I'm walking down the street with you

Sha la la la la la la
Sha la la la la la la la la
Sha la la la la la la
Sha la la la I'm in love with a jersey girl

You know she thrills me with all her charms
When I'm wrapped up in my baby's arms
My little girl gives me everything
I know that some day she'll wear my ring
So don't bother me man I ain't got no time
I'm on my way to see that girl of mine
'cause nothing matters in this whole wide world
When you're in love with a jersey girl

Sha la la la la la la
Sha la la la la la la la la
Sha la la la la la la
Sha la la la I'm in love with a jersey girl

I see you on the street and you look so tired
I know that job you got leaves you so uninspired
When I come by to take you out to eat
You're lyin' all dressed up on the bed baby fast asleep
Go in the bathroom and put your makeup on
We're gonna take that little brat of yours and drop her off at your mom's
I know a place where the dancing's free
Now baby won't you come with me
'cause down the shore everything's all right
You and your baby on a saturday night
Nothing matters in this whole wide world

----------------------------------------------

Ég hef ekki tíma til að hanga á horninu
Vera með allan þennan hávaða á torginu
Eða stelpurnar úti í götunni hér
Því í kvöld vil ég vera með þér
I kvöld ætla ég að taka þetta far
Yfir ána til Hafnarfjarðar
Fara með unnustunni á hátíðarhöld
Og ég fer með henni í öll tækin

Því allt er í lagi niður með ströndinni
A laugardagskvöldi þú með kærustunni
Þú veist allir draumar mínir rætast hér
Þegar ég geng niður götuna með þér

Sha la la la la la la
Sha la la la la la la la la
Sha la la la la la la
Sha la la la ég elska konu úr Hafnarfirði

Þú veist hún tryllir mig með fegurð sinni
þegar ég er í faðmlögum með elskunni minni
Stúlkan mín gefur mér allt hér
Ég veit einhvern dag mun hún giftast mér
Svo ekki trufla mig góði ég hef ekki tíma
Ég er á leiðinni að hitta konuna mína
Því ekkert skiptir máli í heiminum
Þegar þú elskar konu úr Hafnarfirði

Sha la la la la la la
Sha la la la la la la la la
Sha la la la la la la
Sha la la la ég elska konu úr Hafnarfirði

Ég sé þig úti á götu þú ert svo þreytuleg
Ég veit að vinnan þín er svo leiðinleg
Þegar við ætlum út að borða og ég sæki þig
Þú liggur sofandi á rúminu uppáklædd fyrir mig
Farðu inn í herbergi og settu upp farðann
Við förum til mömmu þinnar og fáum pössun fyrir krakkann.
Ég veit um stað þar sem dansað er
Elskan mín komdu með mér
Því allt er í lagi niður með ströndinni
A laugardagskvöldi þú með kærustunni
Ekkert skiptir máli í heiminum.
Hé má gera athugasemdir 0 hafa tjáð sig.