Wednesday, May 24, 2006

Mjög áhugaverð hugsun á Alkastöðinni í gær.

Þú hefur (líklega) einhvern ákveðinn stað til að stefna á (í lífinu). Ég hef það ekki en ég vildi gjarnan vera orðinn ríkur og geta hætt að vinna fyrir sextugt. Það er svona einhver átt.

Til þess að hitta á þennan stað þarftu að vita hvar þú ert (í lífinu). Ég veit ekkert hvar ég er.

Annars geturðu ekki tekið rétta stefnu (í lífinu). Beint í Norður. Óljós markmið og staðsetning ókunn. Eins og skip á reki úti á miðju hafi.

Ég sigli undan vindi og læt hverjum degi nægja sína þjáningu. Ég sé margt skemmtilegt á leiðinni og hitti mikið af góðu fólki. En ég hef engar rætur og engin markmið. Hvað á ég að gera?

Ef þú leggur af stað frá Evrópu til Íslands og stefna þín er röng um 5 gráður er vonlaust að hitta á Ísland. Hversu brjálaðir hafa menn þurft að vera á landnámsöld til að leggja allt undir og fara í sjóferð með fjölskyldu sína í þeirri veiku von að það sé eyja þarna einhversstaðar. En þeir höfðu þó markmið.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home