Thursday, September 27, 2007

Þegar það hafði verið ákveðið að ég slægist í hópinn með Gunnari, Guðmundi, Guðrúnu, Kristínu og Kjartani sátum við og spjölluðum smástund um daginn og veginn. Það var fátt merkilegt sem var sagt, ég komst að því að þau höfðu verið á ferð í rúma viku og það sem mig grunaði, að það hefði fækkað í hópnum, reyndist vera rétt. Einn félaginn, Hugi, hafði verið skilinn eftir til að jafna sig af sárum sem hann hafði hlotið í bardaga við stigamenn daginn áður. Ég sá út undan mér hvar Sigrún, stúlkan úr eldhúsinu og fósturdóttir hjónanna sem ráku krána kom með föggur mínar og lagði þær skammt frá eldstæðinu. Skömmu síðar kom Sigurður, eigandinn, og sagði þeim að herbergið þeirra væri tilbúið. Þar sem það var fimm daga ferð að Ósfjarðarklaustri ákváðu þau að ganga snemma til náða og þáðu fylgd Sigrúnar að herberginu. Þar sem flestir aðrir voru farnir til herbergja sinna og þeir sem bjuggu í sveitinni voru allir lagðir af stað heim til sín til að ná fyrir myrkur, vorum við Sigurður einir eftir í salnum. Hann lagði saman nokkra bekki við eldstæðið til að búa til stað fyrir mig til að sofa á.
"Þú ert þá á förum." sagði hann þegar hann var búinn að útbúa fletið.
"Já, og líklega verður bið á að ég komi aftur." svaraði ég.
"Ég læt Rúnu vita svo hún geti kvatt þig í fyrramálið." sagði hann.
"Verst að ég hef ekki fleiri herbergi, mér er mjög illa við að þú njótir ekki þess besta sem við getum boðið uppá." bætti hann við.
"Ég kann vel við hlýjuna frá eldinum, þið neitið líka alltaf að taka við greiðslu frá mér fyrir gistinguna svo það er ekki nema sjálfsagt að ég gefi herbergið eftir til borgandi gesta." sagði ég.
"Huh. Ef ekki væri fyrir þig væri ég líklega dáinn, við Rúna ættum ekki þennan stað, hefðum aldrei kynnst og hefðum ekki Sigrúnu, þar sem okkur varð ekki barna auðið." svaraði hann.
"Þið áttuð vel saman. Þar sem ég vissi að ykkur langaði í barn þegar ég fann Sigrúnu munaðarlausa leysti ég tvö vandamál í einu með því að koma með hana til ykkar." sagði ég til baka. Ég hélt því fyrir mig eins og alltaf áður að ef ekki væri fyrir mig væri hún ekkert munaðarlaus. Ég drap foreldra hennar af því að þau fóru illa með hana. Ég sá það þótt hún væri ekki orðin árs gömul að hún væri sérstök. Áran hennar var og er einhver sú fallegasta sem ég hef séð og ég hef séð margar, fallegar og ljótar. Svo vissi ég hvar ég fyndi nýja foreldra fyrir barnið, foreldra sem myndu hugsa eins vel um það og í þeirra valdi stæði.
"Við stöndum í þakkarskuld við þig sem við getum aldrei greitt" sagði hann.
"Þið greiðið hana í hvert skipti sem ég kem og þið takið fagnandi á móti mér." sagði ég og geispaði.
"Ég sé þú ert orðinn þreyttur." sagði Sigurður.
"Ég óska þér góðrar ferðar og vona að við sjáumst sem fyrst aftur." bætti hann við.
"Þakka þér fyrir og góða nótt." sagði ég og lagðist í fletið sem hann hafði búið til.
Hé má gera athugasemdir 0 hafa tjáð sig.

Saturday, September 01, 2007

Ég vil þakka Tom Waits fyrir að semja þetta frábæra lag (um konuna hans sem er frá New Jersey) og Bruce Springsteen (sem er frá New Jersey) fyrir að kynna mig fyrir því.

I got no time for the corner boys
Down in the street making all that noise
Or the girls out on the avenue
'cause tonight I wanna be with you
Tonight I'm gonna take that ride
Across the river to the jersey side
Take my baby to the carnival
And I'll take her on all the rides

'cause down the shore everything's all right
You and your baby on a saturday night
You know all my dreams come true
When I'm walking down the street with you

Sha la la la la la la
Sha la la la la la la la la
Sha la la la la la la
Sha la la la I'm in love with a jersey girl

You know she thrills me with all her charms
When I'm wrapped up in my baby's arms
My little girl gives me everything
I know that some day she'll wear my ring
So don't bother me man I ain't got no time
I'm on my way to see that girl of mine
'cause nothing matters in this whole wide world
When you're in love with a jersey girl

Sha la la la la la la
Sha la la la la la la la la
Sha la la la la la la
Sha la la la I'm in love with a jersey girl

I see you on the street and you look so tired
I know that job you got leaves you so uninspired
When I come by to take you out to eat
You're lyin' all dressed up on the bed baby fast asleep
Go in the bathroom and put your makeup on
We're gonna take that little brat of yours and drop her off at your mom's
I know a place where the dancing's free
Now baby won't you come with me
'cause down the shore everything's all right
You and your baby on a saturday night
Nothing matters in this whole wide world

----------------------------------------------

Ég hef ekki tíma til að hanga á horninu
Vera með allan þennan hávaða á torginu
Eða stelpurnar úti í götunni hér
Því í kvöld vil ég vera með þér
I kvöld ætla ég að taka þetta far
Yfir ána til Hafnarfjarðar
Fara með unnustunni á hátíðarhöld
Og ég fer með henni í öll tækin

Því allt er í lagi niður með ströndinni
A laugardagskvöldi þú með kærustunni
Þú veist allir draumar mínir rætast hér
Þegar ég geng niður götuna með þér

Sha la la la la la la
Sha la la la la la la la la
Sha la la la la la la
Sha la la la ég elska konu úr Hafnarfirði

Þú veist hún tryllir mig með fegurð sinni
þegar ég er í faðmlögum með elskunni minni
Stúlkan mín gefur mér allt hér
Ég veit einhvern dag mun hún giftast mér
Svo ekki trufla mig góði ég hef ekki tíma
Ég er á leiðinni að hitta konuna mína
Því ekkert skiptir máli í heiminum
Þegar þú elskar konu úr Hafnarfirði

Sha la la la la la la
Sha la la la la la la la la
Sha la la la la la la
Sha la la la ég elska konu úr Hafnarfirði

Ég sé þig úti á götu þú ert svo þreytuleg
Ég veit að vinnan þín er svo leiðinleg
Þegar við ætlum út að borða og ég sæki þig
Þú liggur sofandi á rúminu uppáklædd fyrir mig
Farðu inn í herbergi og settu upp farðann
Við förum til mömmu þinnar og fáum pössun fyrir krakkann.
Ég veit um stað þar sem dansað er
Elskan mín komdu með mér
Því allt er í lagi niður með ströndinni
A laugardagskvöldi þú með kærustunni
Ekkert skiptir máli í heiminum.
Hé má gera athugasemdir 0 hafa tjáð sig.

Monday, August 13, 2007

Amazing grace
how sweet the sound
that saved a wretch like me
I once was lost
but now I'm found
was blind
but now I see

Ótrúleg tign
svo himnesk hljóð
og hólpin sál mín er
ég villtur var
en núna sé
þann veg
sem fara skal
Hé má gera athugasemdir 0 hafa tjáð sig.

Sunday, July 01, 2007

Hópur ferðalanga kom inn í húsið þar sem ég sat einn við stórt borð nálægt eldinum. Þetta var þessi venjulegi hópur ævintýramanna á þessum tímum þó yfirleitt væru þeir stærri. Þau voru fimm í hópnum. Einn sterkbyggður, sem sá um bardagana. Tveir prestar til að lækna sár og veita hinstu líkn ef svo bar undir. Einn léttbyggður til að komast inn á staði þar sem erfitt var að komast inn og létta pyngjur þeirra sem gættu sín ekki. Síðast en ekki síst þessi veikbyggði og hokni sem gekk í svörtum kufli, galdramaðurinn og ég er ekki að tala um sjónhverfinar hér, nauðsynlegasti aðilinn í hópnum og sá sem síst var treystandi.
Fyrirliði hópsins gekk að barnum og talaði við eigandann. Hann var greinilega að leita eftir kvöldmat og gistingu. Það var full seint fyrir kvöldmat en góður tími fyrir gistingu. Þau voru vel vopnuð sverðum og brynjum, ekki dýr vopn en vel smíðuð og greinilega mikið notuð.
Yfirbragðið á hópnum var þesslegt að það væri sama hvað kæmi, þau væru viðbúin og kynnu fyllilega að nota vopnin. Mér leist vel á þau. Það voru tvær konur í hópnum sem var óvenjulegt. Yfirleitt eru það bara karlmenn sem ferðast um á þessum síðustu og verstu tímum. Þessar konur báru samt með sér að vera fullfærar um að bjarga sér. Þau voru öll klædd á svipaðan hátt og virtust þekkja og treysta hvort öðru vel. Samt var eitthvað við hegðun þeirra sem fékk mig til að draga þá ályktun að nýlega hefði fækkað um einn í hópnum, enda voru yfirleitt tveir í hópunum sem sáu um mesta ofbeldið í bardögunum.
Hmm, þarna gæti verið kærkomið tækifæri fyrir mig að gera eitthvað. Aðgerðarleysi undanfarinna vikna var farið að fara í taugarnar á mér. Ég horfði á hópinn og ákvað að þessi hópur myndi fá farsæl endalok. Ekki það að farsæl endalok væru skilyrði þess að ég slæist í hópinn með þeim, síðustu þrír hópar sem ég hafði slegist í hópinn með höfðu allir endað með ósköpum. Ég var reyndar búinn að ákveða að þriðji hópurinn myndi enda vel en þau fóru svo mikið í taugarnar á mér að ég skipti um skoðun. Það var sem sagt kominn tími á góð endalok. Ég sendi eiganda staðarins merki svo lítið bar á. Hann talaði smástund við formann hópsins og benti þeim síðan á borðið sem ég sat við. Það voru bara fjögur borð á staðnum og tvö voru með nokkra gesti við svo það væri ekki skrítið þótt þau settust við borðið hjá mér. Það var annað hvort það eða borðið úti í horni en það var dimmt og kalt þar. Fyrirliði hópsins rétti eigandanum nokkra silfurpeninga og síðan kom allur hópurinn að borðinu hjá mér.
"Er ekki í lagi að við setjumst hérna hjá þér, eigandinn benti okkur á þetta borð?" sagði fyrirliðinn.
"Ekkert mál, nafnið er Logi."sagði ég,
"Gunnar." sagði hann.
Svo kynntu þau sig eitt af öðru. Gunnar var fyrirliðinn, hann var bardagamaðurinn. Prestarnir hétu Guðmundur og Guðrún. Þjófurinn bar nafnið Kristín og galdramaðurinn gekk undir nafninu Kjartan. Kjartan var svo sem jafn gott nafn og hvað annað enda notuðu þeir aldrei sitt rétta nafn, þeir sem vissu rétta nafn þeirra höfðu vald yfir þeim.
Þau voru rétt sest þegar stúlkan úr eldhúsinu kom með kássu á diskum ásamt mjöð fyrir þau. Ég beið meðan þau borðuðu og þegar þau voru búin spurði ég hvert ferðinni væri heitið.
"Við erum á leiðinni að Ósfjarðarklaustri." sagði Gunnar.
Ég sá á viðbrögðum hinna að þau kunnu ekki alveg að meta hreinskilni hans. En þetta var snjallt hjá honum. Þau vantaði bardagamann og ég leit út fyrir að vera bardagamaður. Ég var með sverð og allt sem tilheyrði, svo var ég einn við borðið sem benti til þess að mig vantaði ferðafélaga. Ég sá það á honum að honum leist ekki á að vera einn í átökum ef þau kæmu upp.
"Ég var á leiðinni í þá átt, gamall vinur sem býr á Skelmingsá sendi eftir mér til aðstoðar í erfiðleikum sem hann á í. Ég kom hingað með öðrum hópi en leiðir okkar skildu hér, þau voru á leið austur héðan. Við gætum kannski hjálpað hvor öðrum." sagði ég vitandi að íbúðarhúsin á Skelmingsá höfðu verið brennd fyrir tveimur dögum síðan og Þórólfur og fjölskylda hans höfði öll verið drepin.
"Ekki er það verra, það er öryggi í fjölda." sagði Gunnar.
"Einmitt, mér þætti betra að komast heilu og höldnu á leiðarenda, ég yrði Þórólfi lítil hjálp ef ég kæmist ekki á til hans." sagði ég.
Ég fann straum fara um mig og vissi að galdramaðurinn hafði kastað á mig litlum galdri. Hann var góður, svo góður að ég sá hvorki hendurnar né varirnar á honum hreyfast. Ég slappaði af og leyfði galdrinum að fara í gegn, þetta var bara öryggisráðstöfun til að vita hvort ég hefði sagt sannleikan. Ég leyfði honum að halda það. Eftir að þau höfðu talað saman nokkra stund var ákveðið ég fengi að slást í hópinn.
"Við förum fljótlega eftir sólarupprás." sagði Gunnar.
"Ég verð tilbúinn þá." sagði ég.
Hé má gera athugasemdir 0 hafa tjáð sig.

Sunday, June 10, 2007

Hann gekk hægt eftir gangstéttinni. Það var myrkur eins og það verður verst í Febrúar þegar öll jólaljósin hafa verið tekin niður en það er ennþá myrkur 20 tíma á dag. Ljósastaurarnir lýstu upp það sem var fyrir neðan þá, eins og litlar eyjur úr ljósi með reglulegur millibili. Slyddan féll úr skýjunum og þakti allt með köldu hvítu teppi. Skórnir hans voru gegnblautir en það var langt síðan hann hætti að finna fyrir sársauka í fótunum. Jakkinn var rándýr sportjakki með flís frá 66°N, hann hélt líkama hans heitum en hugurinn var dofinn, dofnari og kaldari en fæturnir. Áfangastaður hans var kominn í sjónmál. Hann nam staðar og kveikti sér í sígarettu, skjálfandi höndum, áður en hann gekk aftur af stað, hægar en áður. Ég var hættur þessari vitleysu hugsaði hann, hættur í rúmlega fimm ár. Þetta á eftir að drepa mig, af hverju byrjaði ég aftur að reykja? En hann vissi nákvæmlega af hverju. Hann byrjaði aftur að reykja kvöldið sem þetta allt byrjaði, kvöldið sem hann hitti hana. Hugurinn spilaði atburði þessa liðna kvölds eins og hver sekúnda hefði verið tekið upp á hágæða upptökutæki. Hann sá hana fyrir sér, hann heyrði hláturinn í henni, hann fann lyktina af henni. Guð minn góður, hvað hún var falleg. Hann stoppaði aftur. Áfangastaður hans var hinum megin við götuna. Hann sá tvo lögregluþjóna ganga út í lögreglubíl og keyra af stað. Þeir litu ekki til hans, voru bara á venjulegri vakt og vissu ekki hvað hafði gerst. Hugurinn hélt áfram að spila atburði löngu liðins kvölds. Hvernig hann gekk til hennar og fór að tala við hana. Hvernig hún brosti. Ó guð, brosið. Hann fann fyrir ógleði og beygði sig snöggt fram, eins og hann hefði verið laminn í magann. Hún hafði beinar hvítar tennur og djúpa spékoppa á hvorri kinn og augun, þessi himinbláu augu, lýstust upp þegar hún brosti. Hann varð ástfanginn á 3 sekúndum sléttum.
Með erfiðismunum rétti hann úr sér og gekk yfir götuna, upp tröppurnar, gegnum andyrið og inn í afgreiðsluna. Vaktstjórinn var kona. Hún leit til hans og spurði hvort hún gæti aðstoðað. Hann svaraði ekki, heldur horfði á hana. Ekki ólagleg kona um þrítugt, dökkhærð með brún augu. Hún endurtók spurninguna. Hann riðaði aðeins í hlýjunni og fann bleytuna undir jakkanum. Hún horfði nánar á hann og tók núna eftir blóðinu sem hafði litað fötin. Hlýjan gerði hann enn dofnari en áður og núna fyrst fann hann fyrir hvað hann var syfjaður. Hann sá að henni brá þegar hún tók eftir blóðinu en það skipti ekki máli. Ekkert skipti máli lengur. Ljósin dofnuðu og hann féll í gólfið. Eins og í fjarska heyrði hann raddir. Svo hurfu þær líka og allt varð svart.
Hé má gera athugasemdir 1 hafa tjáð sig.

Sunday, May 06, 2007

Einstakt tækifæri.

Hef fengið til einkasölu allstórt landsvæði nálægt náttúrparadísinni Kárahnjúkum. Svæðið er upplagt sem sumarbústaðabyggð eða til alls konar ræktar, enda er þarna ótrúleg, ólýsanleg náttúrufegurð eins og stór hópur manna, með sjálfan Ómar Ragnarsson í fararbroddi, hafa ítrekað bent á í fjölmiðlum undanfarin ár. Það er mikið af nýlegum vegum í nágrenninu. Æskilegt er að kaupandi hafi gaman af köfun.
Hé má gera athugasemdir 0 hafa tjáð sig.

Friday, March 09, 2007

Jóhannes Ólafur Sveinn Kristinsson, oftast kallaður J-Óla-Sveinn var í dag dæmdur til 40 ára betrunarvistar. Meðal þess sem hann var dæmdur fyrir er fjölda innbrota á heimili fólks, óeðlilegur áhugi á börnum (myndasafn hans eitt hið svæsnasta sem sést hefur og lýsingar hans á hvernig þau verða að "trúa á hann" minnir illilega allar neikvæðu hliðarnar á sértrúarsöfnuðum), sérlega ill meðferð á hreindýrum í hans vörslu (þeim var lógað eftir skoðun dýralæknis enda langt undir kjörþyngd og með lýsandi nef), fyrir að hafa oft og mörgum sinnum lagt sleðanum sínum ólöglega á húsþökum og fyrir að valda fjölda fólks lífshættu þegar hann ítrekað keyrði sleðann sinn í veg fyrir stórar flugvélar, í flugi. Eins var hann dæmdur fyrir að vera ekki með nauðsynlegan öryggisbúnað í sleðanum sínum. Þar voru engin öryggisbelti, engin slökkvitæki eins og lög gera ráð fyrir, ófullnægjandi hemlunarbúnaður og enginn hvarfakútur til að draga úr útblástursmengun. Fyrir öll þessi atriði var hann dæmdur til eins mánaðar betrunarvistar, skilorðsbundinnar, Fyrir að standa ekki skil á virðiaukaskatti fékk hann 39 ár og 11 mánuði, óskilorðsbundið.
Hé má gera athugasemdir 0 hafa tjáð sig.

Wednesday, December 06, 2006

Dularfullt hvítt duftkennt efni hefur fundist á víðavangi um allt land síðasta mánuð. Efni þetta hefur, að því er virðist, þann helsta eiginleika að halda í sér kulda. Þar sem efnið finnst bara þegar kalt er í veðri, eins og hefur verið upp á síðkastið, hefur þerri tilgátu verið kastað fram að þegar þetta efni birtist, kalli það á kalt veðurfar.
Annar eiginleiki efnisins er að þegar fólk snertir það virðist efnið oxast við andrúmsloft og draga vatn út úr líkamanum sem þekur þann stað sem duftið snerti. Virðist þarna vera um frumstæð varnarviðbrögð mannslíkamans við þessu efni. Sama er uppi á teningnum þegar efnið þekur jörðina, þegar það hefur oxast við andrúmsloftið eru oft pollar þar sem það var í hrúgum.
Efnið hefur einnig mjög áhugaverða eiginleika sem byggingarefni, það þjappast vel og breytist í fast form við að þjappast saman. Færustu vísindamenn eru að leita leiða til að framleiða þetta efni í einhverju magni.

Elstu menn og konur þykjast muna eftir þessu kynlega dufti frá æsku sinni og að það beri heitið snjór. Leit í orðabókum að þessu orði hefur ekki borið árangur. Nokkrar gamlar ævintýrabækur minnast hins vegar á orðið snjór og virðist það einkum hafa verið notað til að drepa fólk. Bækurnar minnast á orðin snjóflóð og vetraríþróttir. Helstu íþróttamenn samtímans kannast ekki við þetta forskeyti við orðið íþróttir. Þeir eru hins vegar flestir svo heiladauðir af stera og fæðubótaefnanotkun að það er erfitt að fá tvö orð út úr þeim í samhengi.
Hé má gera athugasemdir 0 hafa tjáð sig.

Tuesday, December 05, 2006

Behind the tree was another tree. That wasn't surprising considering that this was a forest.
Hé má gera athugasemdir 0 hafa tjáð sig.

Tuesday, October 17, 2006

Enn berast nýjar hneykslisfréttir af stóra jólasveinamálinu sem hefur skakið íslenskt þjóðfélag niður í grunninn.
Í ljós hefur komið að umræddur jólasveinn hefur engin tengsl við Ikea, sem eins og alþjóð veit, startar jólunum á hverju ári, í samvinnu við þjóðkirkjuna og önnur stórfyrirtæki, eins og Rúmfatalagerinn og Húsasmiðjuna sem bæði hafa verið mjög varkár í yfirlýsingum sínum.
Njósnanet jólasveinsins, en upplýsingar fundust um það í gagnagrunnum netþjóna jólasveinsins, hefur reynst svo öflugt að íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að taka það sér til fyrirmyndar við stofnun hinna íslensku leyniþjónustu ISLEYN BB. Óstaðfestar fregnir segja að í gagnagrunninum séu meira að segja upplýsingar um aðsetur Ósóma Baun Larsens, hins fræga predikara sem CIA hefur verið að leita að í mörg ár. Þar eiga einnig að vera upplýsingar um núverandi dvalarstað manna eins og Jimmy Hoffa og Elvis Presley.
Það sem hefur þó vakið mestan óhug þjóðarinnar er að hversu miklu leyti þetta öfluga net njósnara hefur beinst að saklausum börnum. Hvert einasta andartak í lífi saklausra barnanna hefur verið undir sérlega ósvífnu eftirliti. Þeim hefur ekki einu sinni verið hlíft þegar þau voru í baði, enda segja starfsmenn barnaverndarnefndar að svona soralegt barnaklám hafi þeir aldrei séð. Sérstaklega hefur slegið að þeim óhug við lýsingar á athöfnum barnanna þar sem talað er um sum börn séu "góð börn" og önnur "slæm börn".
Hé má gera athugasemdir 0 hafa tjáð sig.