Monday, August 21, 2006

Bílar sem keyra sjálfir.
Hugmyndin er tæknilega möguleg og reyndar tiltölulega auðveld í framkvæmd með núverandi tækni. Volkswagen er búinn að smíða bíl sem getur keyrt sjálfur. Hugsið um möguleikana:
Einn bíll á heimili verður raunhæf hugmynd. T.d. ef annar makinn fer í vinnuna kl. 8 og hinn kl. 9. Sá sem fer fyrr í vinnuna sendir bílinn bara heim aftur og bíllinn bíður fyrir utan eftir seinni makanum, sérlega þægilegt í frosti. Ef hinn makinn þyrfti síðar um daginn að nota bílinn er ekkert mál að senda bílinn til hans.
Börnin þurfa ekki að vera orðin 17 til að fá bílinn lánaðan.
Það er hægt að senda bílinn með börnin í skólann.
Það er hægt að vera fullur á bílnum.
Árekstrum, slysum og dauðsföllum snarfækkar því bíllinn sofnar ekki undir stýri, keyrir aldrei of hratt miðað við aðstæður, skiptir ekki um geisladisk á ferð, talar ekki í símann, fer ekki í kappakstur í umferðinni og ofmetur aldrei eigin ökumannshæfileika.
Leigubílar og strætó yrðu líklega úreltir, nema fyrir ferðamenn og sérvitringa.
Eyðsla bíla myndi minnka helling því þeir myndu ekki spyrna á milli ljósa og leiðsögukerfið myndi alltaf velja hentugustu leiðina á áfangastað.
Ending bíla myndi snaraukast, þ.e.a.s. miðað við ekna kílómetra. Einkum vegna fækkunar á tjónum og mun betri meðferð á bílunum.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home