Sunday, May 06, 2007

Einstakt tækifæri.

Hef fengið til einkasölu allstórt landsvæði nálægt náttúrparadísinni Kárahnjúkum. Svæðið er upplagt sem sumarbústaðabyggð eða til alls konar ræktar, enda er þarna ótrúleg, ólýsanleg náttúrufegurð eins og stór hópur manna, með sjálfan Ómar Ragnarsson í fararbroddi, hafa ítrekað bent á í fjölmiðlum undanfarin ár. Það er mikið af nýlegum vegum í nágrenninu. Æskilegt er að kaupandi hafi gaman af köfun.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home